Íslenska
 
English
   
 

Fréttir

11.10.2013. Myndir frá okkar þáttöku á kynbótasýningum ársins

Hér eru myndir frá kynbótasýningum ársins! Við komum því miður ekki öllum hérna inn, en góður fjöldi er búinn að fara í dóm hjá okkur og mikið af frábærrum hrossum.
(Ef þú færir örina yfir á mynd, kemur fram nafnið á hrossið)
Bóla frá Syðri-Gegnishólum
  Bóla, 8,17 fyrir hæfileika aðeins 4 vetra.
   
Abel frá Eskiholti Brák frá Egilsstaðir
 Fótaburðadýrið Abel, 8.29 samtals  Brák frá Egilsstöðum, 8.35 f. hæfileika.
   
 Abraham frá Lundum II  Abraham frá Lundum II
 Abraham, 5 vetra gullfallegur stóðhestur  8,11 fyrir kostir og 8.24 samtals.
   
 Ás frá Hofsstöðum  Freisting frá Holtsmúla
 Ás, klárhestur með 8,08 samtals.  Freisting, gæðingur með 8.38 f. kostir.
   
 Ægir frá Efri-Hrepp  Elding frá Oddstöðum
 Ægir, litfagur stóðhestur með 9,5 f. skeið. Elding, mjög flott 5 vetra 1v. klárhryssa.
   
 Gnýr frá Svarfhóli  Júlia frá Hamarsey
 Gnýr, kraftmikill og hágengur.  Júlia, glæsileg 4 vetra Audsdóttir.
   
Gloría frá Skúfslæk Gloría frá Skúfslæk
 Gloria, flott og skemmtileg hryssa til sölu!  9 f. háls, 7,97 samtals, klárhryssa.
   
 Matthildur frá Grundarfirði  Hljómur frá Sauðárkróki
 Matthildur, gæðngur með 8,43 f. kostir.  Hljómur, fallegur 1v. klárhestur.
   
 Sólfaxi frá Sámsstöðum  Sólfaxi frá Sámsstöðum
 Sólfaxi, faxprúður gæðingur, 1v. stóðhestur.  Undan Sólon frá Skáney.
   
 Ölnir frá Akranesi  Öld frá Akranesi
 Ölnir, 4 vetra gæðingur. 8,33 samtals.  Öld, systir Ölnirs. 5 vetra, 8.46 f. kostir!
   
 Pera frá Skrúð  Bragur frá Ytra-Hóli
 Pera, gullfalleg og góð. 8,19 samtals.  Bragur, flottur 1v. stóðhestur undan Rökkva.
   
Skýr frá Skálakoti Skýr frá Skálakoti
 Skýr, einstaklega geðgóður gæðingur.  Sköpulag: 8,48 Kostir: 8,67 Samtals: 8,59. 
   
Straumur frá Skrúð Smyrill frá Skálakoti
 Straumur, fallegur með 8,21 f. sköpulag.   Smyrill, mjög efnilegur fjorgangari.
   
 Straumur frá Skrúð  Straumur frá Skrúð
 Straumur, jafn og góður alhliða stoðhestur.  8,43 f. hæfileika, 8,34 samtals.
   
 Urður frá Leirulæk  Villi frá Gillastöðum
 Urður, í góðri sveiflu,  góð Álfasteinsdóttir.  Villi, mikill gæðingur með 8,50 fyrir kostir.
   
Jörmuni frá Syðri-Gegnishólum Hending frá Stóra-Ási
Jörmuni, Álfasteinssonur með 8,21 f. kostir. Hending, glæsihryssa með 8,23 f. hæfileika.
   
 Ólympia frá Vestri-Leirárgörðum  Nökkvi fra Syðra-Skörðugili
 Ólympia, alhliða flott hryssa, 8,22 f. kostir.  Nökkvi, 7 níur, 5 af þeim f. kostir. Klárhestur!
   
 Þorvör frá Skáney  
Þórvör, góð 1v. hryssa, 8,5 skeið.  

Gloría15.09.2013. Ný hross til sölu!

Uppfærð sölusiða! Hafðu samband ef þú ert að leita þér að nýjum hesti, við erum einnig með/vitum af fleiri til sölu ef þú finnur hann ekki á sölusiðunni :) 

23.08.2013. HM og meira!

Rúm vika er liðinn siðan við komum heim frá HM í Berlin, pinu þreyttir og hálf sorgmæddir eftir að þurfa skilja einn eftir... Ekki var heldur endað eins og maður vonaðist eftir, en tvö silfur á fyrsta HM í sportklassan er nú heldur ekki slæmt. Félagarnir fengu silfur í fimmgang samanlagðan og í T2. Einnig enduðu þeir í 5. sæti í fimmgangnum.
 
Íslenska landsliðið
 
Mótið gekk örugglega vel fyrir sig fyrir áhorfendur, en ekki var jafnt skemmtileg aðstaða fyrir hrossinn. Alur múkkaðist og var orðin svo slæmur að það hafði örugglega ahrif á frammistaðan í úrslitunum. En Jakob og Alur stoðu sig samt vel og við vonum að það fari vel um Al úti og hann haldi áfram að blómstra.
 
Lífið heldur áfram eftir HM, og Torunn er að fara í háskólanám í tölvunarfræði og verður með færri hross í vetur. Hún mun samt kenna meira, eins og helgarnámskeið hérlendis eða í útlöndum, eða einkatímar seinnipartinn á virkum dögum. Við áhuga um kennsla, hafið samband í sima: 894 4072
 
Hestakerran kom með lógóiðJakob heldur áfram að þjálfa og mun einnig fara í meiri reiðkennslu. Og svo er ýmislegt sem þarf að gera í sveitinni í haust! Hér er eitt verkefni okkar búið, hestakerran er loksins komin með lógóið :)
 

Jakob & Alur ÍM20.07.2013. Fjórfaldur Íslandsmeistari!

Jakob vann fjóra titla á Íslandsmóti í Hestaíþróttum um síðustu helgi! Fjórgang (8,13) og fjórgang samanlagður á rísandi stjörnunni Eld frá Köldukinn, og slaktauatölt (9,04) og fimmgang (8,19) á heimsmeistaramótsfaranum Al frá Lundum II. Þetta er annað árið í röð sem Jakob og Alur vinna þessar greinar.
 
Jakob átti líka góða daga á Fjórðungsmótinu þar sem hann var valinn knapi mótsins. Hann vann töltiðá Eld (8,39), var annar í B-flokk (munaði bara tveimum kommum frá fyrsta sætið 8,99 - 9,01!), þriðji í A-flokk og var með fullt af hrossum í verðlaunasætum úr kynbótabrautinni.
 
Myndir frá bæði Fjórdungsmót og Íslandsmót fyrir neðan. 
 
 Eldur & Jakob ÍM Alur & Jakob ÍM 
 Alur & Jakob ÍM  Alur & Jakob ÍM
 Eldur & Jakob ÍM  Alur & Jakob ÍM
 Alur & Jakob ÍM  Alur & Jakob ÍM
 Torunn & Völuspá ÍM  Eldur & Jakob FM
 Torunn & Gloría FM  Jakob & Eldur FM
 Jakob & Kilja FM  Torunn & Völuspá FM
 Jakob & Ægir 9,5! FM Myndasyrpu af kýnbótahrossum hjá okkur í 2013 kemur þegar tíminn leyfir manni að vera að.. :)

26.06.2013. Alur á leið til Berlinar!

Jakob og Alur eru komnir með farmiða á Heimsmeistaramót Íslenska Hestsins 2013! Lengi hefur verið markimiðið að fara með Al á HM og núna er draumurinn að rætast.

Alur er orðinn stabill, sterkur og vel þjálfaður og það er bara tilhlökkun hjá Jakob að mæta með hann í Berlin! Hann er alltaf vaxandi og á enn meira inni. Núna þarf að finna honum nýjan og góðan eiganda úti, fyrst hann getur ekki aftur snúið heim...

 
Alur f. Lundum II F1
Alur f. Lundum II T2 Alur f. Lundum II F1
 
 
 

25.05.2013. Fréttir og myndir frá síðastliðnum vikum!

Mikið um að vera þessa daga og hér koma loksins myndir með lýsingum frá síðustu vikum.
Alur

Reykjavikurmeistaramótið var haldið í byrjun mai og Jakob vann T2 og endaði triðji í fimmgangi á Al frá Lundum II.

Jakob var einnig með Eld frá Köldukinn og unnu þeir fjórganginn og endaði áttundi í tölti. Eldur er fasmikill og stígandi hestur, en þetta var fyrsta útimót á honum.
 
 
Eldur Eldur


Straumur frá Skrúð var sýndur í Viðidal í siðustu viku og gerði góða sýningu. Hann fór í 8,34 í aðaleinkunn. Straumur er aðeins fimm vetra gamall stóðhestur, geðgóður með jafnar góðar gangtegundir og einstaklega mjúkt og gott tölt. Hann tekur á móti hryssum í Steinsholti fram að FM og hjá HrossVest (Fellsöxl) eftir FM. Uppl. hjá Jakob sima 8987691 og hjá HrossVest.is

 Straumur  Straumur
 Straumur  Straumur


Frábært og vel skipulagt mót var haldið Hvítasunnuhelginna í Hafnarfirði. Við mættum með 5 hestar úr hesthúsinu hjá okkur og komust allir í A-úrslit! Jakob var sigursæll med kappana Al og Eld og negldu fyrsta sætið í fimmgangi(7,90), T2(8,54) og tölti(8,56). Einnig var hann þriðji í fjórgangi (7,83). - glæsilegir einkunnir og mjög ánægður Steinsholtbóndi :) Torunn keppti á Völuspá frá Skúfslæk í fjórgangi og enduðu í 6 sæti (6,63). Völuspá er skemmtileg og góð klárhryssa til sölu. Torunn keppti lika á Freistingu frá Höltsmúla og endaði í fjórða sæti (6,10) í fimmgang.

 Alur  Alur
 Alur 
 Alur  Eldur
 Eldur  Völuspá
 Völuspá  Freisting


Birna kastaði brúnni fallegri hryssu undan Skýr 15. mai og viku seinna kastaði Íris jörpum hesti, einnig undan Skýr. Næsta dag kom svo tvö folöld, Ímynd kastaði háfættri brúnni hryssu undan Hrimnir frá Ósi og Flauta kastaði 10-12 dögum of snemma litilum rauðum hesti undan Skýr. Litli var pinu slappur náði ekki að sjúa sjálfur fyrstu 12 tímanna og þurfti að mjólka í hann, en hann er sem betur fer að braggast og bjargar sér sjálfur að mjólkinni. Staðan: Hestur/hryssa 2-2!

 Birna kastaði hryssu   Iris og hestfolald undan Skýr
 Ímynd og Hrimnirsdóttir
 Flauta og Skýrsonur
 
 

07.04.2013. Sigursæl helgi!

Jakob T2 MD 2013Tvö glæsileg mót voru um helginna og Jakob var sigursæll á þeim báðum. Hér koma nokkur orð og myndir frá Meistaradeildinni og Ístölti - Allra Sterkustu :)
 
Lokamót Meistaradeildar í hestaíþróttum var á föstudagskvöldið og keppt var í slaktaumatölt og flugskeiði í gegnum höllina. Þetta var skemmtilegt mót með gríðarlega góðum hestum í báðum greinum og mikill spenna í gangi. Jakob mætti með Funa frá Hofi í flugskeiðið og skeiðaði ágætilega í gegn en náði ekki meðal bestu tímanna að þessu sinni. Alur frá Lundum II og Jakob mættu svo til leiks í slaktaumatöltinu og var þar bestir bæði í forkeppni(eink. 7.97) og í úrslit (eink. 8,42).
 
Jakob & Alur T2 MD 2013
 
Top Reiter/ Ármót liðið stóð sig líka rosanlega vel og sigraði liðakeppninna með yfirburðum --> 400 stig! Þeir fengu á meðaltali 50 stig af 69 mögulegum í hverju grein! OG ekki nóg með það, þeir voru aftur kosnar skemmtilegasta liðið! :) Gummi liðstjóri sigraði svo deildinna í einstaklingskeppninni og sendum honum aftur bestu hamingjuóskir með glæsilegan árangur!
 
 Team Top Reiter / Ármót Guðmundur Björgvinsson & Hrimnir f. Ósi 
 
Jakob & Eldur f. KöldukinnStrax næsta dag var Ístölt Allra Sterkustu haldið í skautahöllinni í Laugardalnum og Jakob mætti með Eld frá Köldukinn, Eldjárnssonur í eigu Þórðar Bragasonar og Þorsteins Hjaltisted.
 
Eftir forkeppni voru þeir Jakob og Viðar jafnir í öðru til þriðja sæti með einkuninna 8,23 en í úrslitunum var Steinsholtsbóndinn alveg með þetta og sigraði annað kvöldið í röð. Eldur var glæsilegur á ísnum og endaði í 8,83 eftir úrslitum þar á meðal með 9 fyrir hæga töltið. Hann og er mikið vaxandi hestur, en var í níunda sæti á þessu móti í fyrra.
 
Þórður Bragasson, eigandi Elds var brattur eftir sigurinn og gaf hálfan milljón til styrktar landsliðsins! :)
 
 
Jakob & Eldur f. Köldukinn  Jakob & Eldur f. Köldukinn
 
 Jakob & Eldur f. Köldukinn

30.03.13. Gleðilega páska!

Við viljum óska öllum gleðilegrar páska! Setjum hér út myndir úr atriðum sem við tókum þátt í á Vesturlandssýningin 2013 um siðustu helgi :)
 
Nókkvi f.
Asi f. Lundum
Asi f. Lundum Abraham f. Lundum II
 Abraham f. Lundum II  Abraham f. Lundum II
 Abraham f. Lundum II  Audur & Auðna
 Audur f. Lundum II  Alur f. Lundum II
Vestlendskar valkyrjur  
 Freisting f. Holtsmúla  Vestlendskar valkyrjur
 Skrúður 
 Straumur f. Skrúð  Straumur f. Skrúð
 Blundur f. Skrúð  Blundur f. Skrúð
 Sæld f. Skáney  
 
 

19.03.2013. Mót eftir mót

Mikið er verið a keppa undanfarið! Á laugardaginn vorum við öll að keppa í Borgarnesi í KB-mótaröðinni. Jakob og Torunn fengu að berjast í B-úrslitum , en Jakob vann þau og endaði annar í töltinu á Kilju frá Gridavík sem er efnileg tölthryssa á sjötta vetur. Svo var brunað suður tíl Reykjavíkur þar sem að Torunn mætti á ísnum með skvísunum. Hun komst því miður ekki í úrslit að þessu sinnni, en gaman að vera með. Jakob er alltaf með í Meistaradeildinni og myndir af fimmgangnum og töltinu koma hér fyrir neðan. Hann for í 6,57 á hestinum Ægi frá Efri-Hrepp í fimmganginn. Ægir er á sjötta vetur og  fékk Jakob hann lánaðan hjá Ingabergi Jónssyni á Akranesi. Í tölti mætti Jakob með Eld frá Köldukinn og gerði góða sýningu og fór beint í A-úrslit með einkunnina 7,67. Hann fór svo í 7,78 og endaði 8 í úrslitum.
 
Ægir f. Efri-Hrepp Ægir f. Efri-Hrepp
Eldur f. Köldukinn Eldur f. Köldukinn
 

19.02.2013. Gæðingafimi og fallegar hestamyndir

Jakob og EldurJakob var að keppa á Eld frá Köldukinn á fimmtudaginn siðastliðinn í gæðingafimi MD. Hann endaði í 7-8 sæti með einkunnina 7.11. Allir í liðið sóttu stíg að þessu sinni, Guðmundur tók annað sætið og Þorvaldur fjórða, þannig að TopReiter/Ármót skaust upp í annað sætið í liðakeppnini!
 
Óðinn Örn Jóhannsson tók þessa skemmtilega mynd af Jakob og Eld.
 
Svo var vinnukonan okkar, Monica Kjærstad, að taka fallegar hestamyndir í bliðunni um daginn og við fengu leyfi að skella þeim hér inn. Ef þú færir músina á myndinni fær þú smá útskýring á henni :)
 
 Þjálfunnarhrossin að skemmta sig út á túni um helginna
 Plóma frá SkrúðBrák, hryssa undan Gandálfi frá Selfossi
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Þóka frá Spágilsstöðum með bumba frá Al frá Lundum IIGersemi með fyrsta "bumbuna" sina sem verður undan Skýr
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Asi frá Lundum IIFallega Spá frá Steinsholti, undan Þoku og Skýr
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 


  Heiðdís frá Ragnheiðarsstöðum

03.02.2013. Meistaradeildin er farin af stað!

Meistaradeildinn í hestaíþróttum fór af stað á fimmtudaginn með fjórgangi. Jakob mætti með Asa frá Lundum II. Þeir voru fyrstir í braut, en gerðu gott prógram og fengu einkunnina 7,30. Það dugaði í A-úrslít og enduðu þar í sjötta sæti. Jakob keppir fyrir liðið Top Reiter/Ármót, og eru þeir í þriðja sæti eftir fyrstu keppni.
 
Hér eru nokkrar myndir af Jakob og Asa.
 
 
Jakob & Asi
Jakob & Asi
Jakob & Asi
Jakob & Asi
 

Nn f. Grindavík13.01.2013. Ný hryssa til sölu!

Ný hryssa til sölu! Kiktu inn á sölusiðunni...

31.12.2012. Síðasti dagur 2012 :)

Mikið hefur gerst á árinu og margar góðar minningar standa uppúr. Við vorum að skoða i gegnum fréttir ársins á siðunni og okkur fannst það vantaði eina frétt, - sem er auðvitað af folöldin í Steinsholti. Við ætlum að kveðja árið með að setja hér inn nokkrar myndir af okkar næstu vonir, folöldin sem fædd voru árið 2012.
 
Fyrstur að láta sjá sig var hesturinn Sesar frá Steinsholti undan Írisi frá Vestri-Leirárgörðum og Skýr frá Skálakoti. Fallegur með opinn gang.
 
Íris og Sesar
Sesar
 
Næst kom hryssa undan Birnu frá Ketilsstöðum og Skýr frá Skálakoti. Þroskuð og sæt hryssa, Sif frá Steinsholti.
 
Birna og Sif
Sif
 
 
Þoka frá Spágilsstöðum kastaði augnakonfektinu Spá frá Steinsholti, rauðstjörnóttri hryssu undan Skýr.
 
Þoka og Spá
Þoka og Spá


Siðust var Bót frá Akranesi sem kastaði einni hryssunni enn. Embla frá Steinsholti heitir hún, undan Hrók frá Efsta-Dal.

Bót og Embla Bót og Embla
   
  
Einnig fengum við folald undan Söndru frá Skrúð og Skýr, gullfalleg hryssa sem við eigum því miður ekki mynd af.
 
Endum á bestu óskir um gott nýtt ár kæru vinir, fjölskylda og viðskiptavinir. Takk fyrir 2012!

22.12.2012. Gleðilega hátið!

Jól 2012

Völuspá24.11.2012. Hross til sölu!

 
Kiktu inn á sölusiðunni! Var að setja út ný hryssu, Völuspá frá Skúfslæk. Flott, þæg klárhryssa.

11.11.2012. Íþrottaknapi ársins!

Jakob hlaut í gærkvöldi verðlaun fyrir Íþrottaknapa ársins 2012! Að taka við svona verðlaunum er mikill heiður, en lika hvatning fyrir áframhaldandi starf í hestamennskunni. Þökkum fyrir skemmtilegt kvöld og góðar kveðjur.
 
Jakob Sigurðsson Íþrottaknapi ársins 2012
 

02.11.2012. Góður árangur í 2012

Það var ekki leiðinlegt að sjá Jakob á listanum yfir tilnefningar fyrir bæði iþróttaknapi ársins, kynbótaknapi ársins og knapi ársins. Það er mikill heiður að vera tilnefndur, eftir þá miklu vinnu sem liggur á bak við þennan árangur.


Við viljum setja út nokkrar myndir frá árinu 2012 sem ekki áður hefur verið birtar á siðunni hjá okkur.

 

Jakob og Funi 150m Islandsmót

Byrjum á Funa frá Hofi sem hefur staðið sig vel í kappreiðum í 2012. Hér var hann fjórði á Íslandsmóti í 150 metranna.

Jakob og Glitnir á LM

Jakob og Glitnir á LM

 

 

 

 

 

 

 

Glitnir frá Eikarbrekku gerði góða hluti á LM með kraftmikilli sýningu. 8.55 fyrir hæfileika og ekki skemmir byggingin mikið fyrir, þar sem aðaleinkunnin er 8.48.

Torunn og Laufi á LM

Jakob og Ófelía á LM

 

 
 

 

 

 

 

 

Torunn að keppa í fyrsta skipti á LM í A-flokk og Jakob á Ófelía í B-flokk á sama móti.

Jakob og Árborg - Islandsmótið

Alur og Jakob - Íslandsmeistarar 

 

 

 

 


 

Tvær gæðingar á Íslandsmótinu, Árborg frá Miðey hlaut þriðja sætið í töltið, en Alur frá Lundum vann bæði slaktaumatöltið og fimmganginn.

Það mætti telja upp fleiri hesta, en mikið hefur lika komið fram í eldri fréttir á árinu.

02.11.2012. Glæsihryssan Árborg frá Miðey

 
Lengi hefur maður hugsað að skrifa nokkur orð um Árborgu, en hún kvaddi landið í haust og er komin til Danmerkur hjá nýjum eiganda. Fyrst að veðrið er of slæmt til að stunda hestamennsku hvorki úti né inni í dag, þá tekur maður sér smá tíma í uppfærslur á heimasiðunni og nú er komið að henni "Boggu".
 
Jakob og Árborg Rkv.mót
 
Jakob og Árborg í reiðtíma hjá Júlio BorbaÁrborg kom til Jakob í þjálfun í janúar 2010 og var í rúmt 2 1/2 ár. Hryssan breyttist mikið á frekar stuttum tíma og varð í miklu uppáhaldi hjá Jakob. Þau náðu vel saman og mynduðust góð tengsl þar sem Bogga treysti knapa sinum. Hún er með litið hjarta, en sótti alltaf öruggi hjá Jakob.
 
2010 unnu þau tölt á Fákaflugi í Skagafirði, tölt á gæðingamót Sleipnirs á Selfossi, og enduðu í öðru sæti á Íslandsmótinu. Afrekin hefur haldið áfram og þeir hafa unnið eða verið í efsta baráttu á öflugustu mótum landsins fram að þessu. Nokkur dæmi um það er sigur í gæðingafiminni í MD 2011, sigur í B-flokk meistaramót Andvara og þriðja sæti í tölti á bæði Landsmót og Íslandsmóti 2012. Efsta einkunn í tölti í forkeppni er 8,20 og 8,50 í úrslítum.
 
Jakob og Árborg á Rkv.mótinu
 
 
2011 var ákveðið að reyna að bæta kynbótadóminn á henni og hún fór þá í góð fyrstu verðlaun, með 8.19 í aðaleinkunn. Hæfileikadómurinn fór í 8,39, með 9,5 fyrir tölt, vilja og hægt tölt. 9 fyrir brokk og fegurð í reið, ekki slæmt hjá klárhryssu.
 
Árborg er mikill gæðingur með einstaka skapgerð og verður hennar saknað. Við óskum nýjum eiganda til lukku með hana.  
 
Árborg og Jakob á LM
 

12.09.2012. Þrjár nýjar ræktunnarhryssur!

Það voru sýndar þrjár hryssur í okkar eigu í sumar sem fóru í góðar tölur og við ákvaðum að setja þær allar í ræktun; Plóma frá Skrúð, Gersemi frá Syðri-Gegnishólum, og Flauta frá Skúfslæk. Þó þær séu einstakar hver á sinn hátt, hafa þau margt sameiginlegt: Þær eru alhliða hryssur með jafnar góðar gangtegundir. Gott tölt (8.5), geðslagið er gott og þær skilar mjög góðum árangri ungar að aldri. Þær eru komnar inn á siðunni "ræktun", með meiri upplýsingum og myndum :)
Allar fóru undir snillinginn Skýr frá Skálakoti.
 
Skýr frá Skálakoti og Jakob
 

Neisti og Jakob07.09.2012. Góð hross til sölu!

Við erum með mikið af góðum keppnishrossum til sölu þetta haust, einnig efnileg tryppi undan fyrstu verðlaunuðum foreldrum. Sölusiðunni er hér með uppfærð!

11.08.2012. Straumur frá Skrúð tekur á móti hryssum!

Straumur frá Skrúð er núna næsthæst dæmda 4 vetra stóðhestinum í ár! Hann er kominn með 8.41 fyrir hæfileika, 8.21 fyrir byggingu og samtals 8.33. Straumur er vel ættaður undan Oddsdótturinni Söndru frá Skrúð (3 fyrstu verðlauna afkvæmi) og Gustssyninum Glotta frá Sveinatungu.
 
Straumur er geðgóður og var snemma til í tamningu. Hann hefur allar gangtegundir góðar og býr yfir einstakri mýkt.
 
Straumur tekur á moti hryssum í Steinsholti og folatollurinn er á 70 000,-
Hafið samband við Jakob í sima: 8987691
 
Straumur frá Skrúð
 

02.08.12. Jakob og Alur tvöfaldir Íslandsmeistarar!

Hér koma nokkrar myndir sem voru teknar af Íslandsmeistaranna í T2 og fimmgang!
 
Jakob og Alur frá Lundum II
Jakob og Alur frá Lundum II
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jakob og Alur frá Lundum II
Jakob og Alur frá Lundum II
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jakob og Alur frá Lundum II
 
 
Jakob, Alur og Sigbjörn
 
 

17.06.12. Kynbótahross á Landsmót 2012

Alls 13 hestar sem Jakob sýndir í vor, hefur náð þáttökurétt kynbótahrossa inn á Landsmót. Gaman er að 3 af þessum kynbótagripum eru hross sem við eigum og eitt sem Jakob á hlut í. Hér koma myndir og tölur :)
 Alur f. Lundum II
7 vetra og eldri stóðhestar
IS2004136409 Alur frá Lundum II
Ræktandi: Sigbjörn Björnsson
Eigandi: Sigbjörn Björnsson
F.: IS1981187020 Kolfinnur frá Kjarnholtum I
M.: IS1995236220 Auðna frá Höfða
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 7,0 - 9,0 - 8,0 = 8,41
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 = 8,50
Aðaleinkunn: 8,46 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 7,5
 
 
 
Glitnir f. Eikarbrekku6 vetra stóðhestar
IS2006101027 Glitnir frá Eikarbrekku
Ræktandi: Ante Eklund
Eigandi: Ante Eklund, Skeiðvellir ehf.
F.: IS2001187660 Álfasteinn frá Selfossi
M.: IS1999287054 Brá frá Auðsholtshjáleigu
Sköpulag: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 7,0 - 9,0 - 7,0 = 8,36
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,31
Aðaleinkunn: 8,33 Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,0
 
 
 
Skýr f. Skálakoti5 vetra stóðhestar
IS2007184162 Skýr frá Skálakoti
Ræktandi: Guðmundur Jón Viðarsson
Eigandi: Guðmundur Jón Viðarsson, Jakob Svavar Sigurðsson
F.: IS2000135815 Sólon frá Skáney
M.: IS2001284163 Vök frá Skálakoti
Sköpulag: 8,5 - 8,0 - 9,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 9,0 = 8,45
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 7,5 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 8,0 = 8,62
Aðaleinkunn: 8,55 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0
 
 
 
Straumur f. Skrúð4 vetra stóðhestar
IS2008135849 Straumur frá Skrúð
Ræktandi: Jakob Svavar Sigurðsson
Eigandi: Jakob Svavar Sigurðsson
F.: IS2002136610 Glotti frá Sveinatungu
M.: IS1997235847 Sandra frá Skrúð
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 9,0 - 8,5 = 8,21
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,08
Aðaleinkunn: 8,13 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
 
 
 
Desert f. LitlalandiIS2008187142 Desert frá Litlalandi
Ræktandi: Jenný Dagbjört Erlingsdóttir, Sveinn Samúel Steinarsson
Eigandi: Hrafntinna ehf
F.: IS2002187139 Tjörvi frá Sunnuhvoli
M.: IS1999287142 Rán frá Litlalandi
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 9,0 = 8,50
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 6,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 7,83
Aðaleinkunn: 8,10 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,5
 
 
 
Gersemi f. Syðri-Gegnishólum5 vetra hryssur
IS2007287663 Gersemi frá Syðri-Gegnishólum
Ræktandi: Olil Amble
Eigandi: Torunn Maria Hjelvik
F.: IS1999181675 Leiknir frá Vakurstöðum
M.: IS2001287660 Gráhildur frá Selfossi
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 7,5 = 8,01
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,35
Aðaleinkunn: 8,21 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5
 
 
 
Stikla f. Skrúð
 
IS2007235848 Stikla frá Skrúð
Ræktandi: Sigfús Kristinn Jónsson
Eigandi: Sigfús Kristinn Jónsson
F.: IS1997158469 Hágangur frá Narfastöðum
M.: IS1997235847 Sandra frá Skrúð
Sköpulag: 8,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 7,5 = 8,40
Hæfileikar: 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 = 7,93
Aðaleinkunn: 8,12 Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,0
 
 
Framtið f. EgilstaðakotiIS2007287465 Framtíð frá Egilsstaðakoti
Ræktandi: Þorsteinn Logi Einarsson
Eigandi: Þorsteinn Logi Einarsson
F.: IS1999135519 Aðall frá Nýjabæ
M.: IS1989287465 Snælda frá Egilsstaðakoti
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 = 8,13
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 = 8,08
Aðaleinkunn: 8,10 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 7,5
 
 
 
 
 
 
Hrafnhildur f. LitlalandiIS2007287140 Hrafnhildur frá Litlalandi
Ræktandi: Jenný Dagbjört Erlingsdóttir, Sveinn Samúel Steinarsson
Eigandi: Hrafntinna ehf
F.: IS1999188801 Þóroddur frá Þóroddsstöðum
M.: IS1992287205 Hrafntinna frá Sæfelli
Sköpulag: 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 = 8,08
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 9,0 = 8,07
Aðaleinkunn: 8,08 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
 
 
 
 
Hetja f. VatnshömrumIS2007235565 Hetja frá Vatnshömrum
Ræktandi: Rikke Engelbrecht Pedersen
Eigandi: Rikke Engelbrecht Pedersen
F.: IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum
M.: IS1996288627 Gáta frá Dalsmynni
Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 8,0 = 7,78
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 7,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,25
Aðaleinkunn: 8,06 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,5
 
 
Hallbera f. HolumIS2007287260 Hallbera frá Hólum
Ræktandi: Steindór Guðmundsson, Vildís Ósk Harðardóttir
Eigandi: Vilhelm Freyr Steindórsson
F.: IS2001187053 Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
M.: IS1999258711 Frigg frá Miðsitju
Sköpulag: 7,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 7,0 = 8,03
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 6,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,07
Aðaleinkunn: 8,05 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
 
 
Flauta f. Skúfslæk4 vetra hryssur
IS2008282581 Flauta frá Skúfslæk
Ræktandi: Sigurður V Ragnarsson
Eigandi: Jakob Svavar Sigurðsson
F.: IS2002136610 Glotti frá Sveinatungu
M.: IS1997257342 Líra frá Hafsteinsstöðum
Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 6,0 = 7,91
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 9,0 - 8,5 - 7,5 = 8,29
Aðaleinkunn: 8,14 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 7,5
 
 
 
Sóley f. SkeiðvöllumIS2008286687 Sóley frá Skeiðvöllum
Ræktandi: Skeiðvellir ehf.
Eigandi: Skeiðvellir ehf.
F.: IS1998187045 Klettur frá Hvammi
M.: IS1996286687 Spyrna frá Holtsmúla 1
Sköpulag: 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 7,0 = 8,31
Hæfileikar: 8,0 - 8,5 - 5,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 7,65
Aðaleinkunn: 7,92 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,5

05.04.12. Gleðileg páska!

Við óskum ykkur öllum gleðilega páska! Hér kemur smá upprifjun og myndir af siðustu mótum og sýningum hjá okkur!
Byrjum á mótinu Svellkaldar konur sem fór fram í skautahöllinni í Laugardalnum 17. mars. Torunn keppti á Ófelíu frá Holtsmúla, Orradóttir í eigu Hermanns Ólafssonar. Eftir forkeppnina voru þær aðrar inn í A-úrslit með einkunninna 7.40, en lendu í þriðja sæti í úrslitum með 7,89. Hulda Gústafssdóttir sigraði keppninna, en Torunn og Ófelía fengu verðlaunin "glæsilegasti par mótssins" fyrir snytileg framkoma og góð reiðmennska. Þema mótssins var hálstau :)
 
Torunn og Ófelía
Torunn og Ófelía
 
Skeiðmót Meistaradeildarinnar var haldið í Ármóti viku seinna, 24. mars. Jakob mætti með Funa frá Hofi í 150m. Funi er Gustssonur í eigu Finnur Ingólfssonar. 
Jakob og Funi enduðu í sjöunda sæti, en tímatakann virkaði ekki á sennilega besta sprettin...  
Jakob og Minning gæðingaskeið

Bergur Jónsson lánaði Jakob hryssu fyrir gæðingaskeiðið, Minningu frá Ketilsstöðum, sem er með 9,5 fyrir skeið í kynbótadómi.
Þau stóðu sig vel og endaði lika í sjöunda sætið. Eftir mótið voru Jakob og Artemisia jöfn í einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar.
 
 Jakob og Funi 150m
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sama dag og skeiðmótið var Vesturlandssýningin í Borgarnesi, þannig að það var brunað 
heim, skipt um hesta á kerruni og keyrt upp í Borgarfjörð. Torunn var með í mynsturreið  vestlenskra tamningakvenna, á Smárasyninum Laufa frá Bakka, geldingur í eigu Sólrúnar Ingvadóttir. 
Jakob mætti með tvo stóðhestar: Asi frá Lundum II, klárhestur í eigu Sigbjörn Björnsson. Asi er undan Auðna frá Höfða og Bjarmi frá Lundum II. Og Abel frá Eskiholti, Klettssonur í eigu Birnu Baldurssdóttir. Einnig mætti Jakob á vegum FT með sýning á glæsihryssunni Árborgu frá Miðey. 
Birna, Torunn, Ásdís og Randi.
Jakob og Asi Jakob og Abel
 
 
 
Jakob og Árborg
Föstudaginn 30. apríl var fimmgangur, lokamót Meistaradeild í hestaíþróttum.
Jakob fékk lánaðan góðan hest, Greifa frá Holtsmúla, Rökkvasonur hjá Reyni Erni Pálmasýni. Því miður lendi hann akkúrat ekki í úrslit og missti séns á að vinna deildinna, en fékk þó annað sæti í einstaklingskeppninni.
Jakob og Greifi
 
Siðastliðna helgi var svo Istölt allra sterkustu og Jakob mætti með Eldjárnsoninn Eldur frá Köldukinn, 6 vetra stóðhestur í eigu Þórðar Bragasonar. Hann spriklaði skemmtilega á ísnum og endaði í níunda sæti. Annar "spriklari", Abel frá Eskiholti, var einnig með í stóðhestakynningu á ísnum.
 
Jakob og Eldur
Jakob og Eldur
Jakob og Abel
Jakob og Abel
 

11.03.12. Myndir af Borba-námskeið og Meistaradeild

Við vorum á námskeiði hjá Julio Borba um siðustu helgi og mikið var gaman að fá svona innblástur í vinnuna!
 
Alur MD T2Svo var Meistaradeildinn í vikunni þar sem var keppt í T2 og skeið í gegnum höllina. Jakob og Alur gerðu mjög góða sýningu í forkeppni T2, þrátt fyrir að Alur væri svolitið hræddur við áahorfendur, en þeir voru efstir inn í A-úrslit með eink. 8,07. Úrslitin gengu líka mjög vel, en Sara og Diva skaust upp fyrir þá og fengu Jakob og Alur annað sætið. Funi frá Hofi skeiðaði ágætilega í gegnum höllina hjá Jakobi og endaði 12. Ótrúlega mikið gott skeið á þessu móti þrátt fyrir vitlaust veður!
 
Ég læt myndirnar af Meistaradeildinna koma fyrst, svo má sjá frá Borba-námskeiðið fyrir neðan.
Alur MD T2
Alur MD T2
Alur MD T2
Funi MD skeið
   
Torunn og Ófelía
Torunn og Ófelía
Bergur á alltaf inni brandara ;)
Jakob og Árborg
Julio og Árborg
Julio og Árborg
 

01.03.12. Gustdóttir til sölu!

Kiktu inn á sölusiðunni ef þú villt vita meira... :)

26.02.12. Meistaradeildinni og KB Mótaröðinni

Á fimmtudaginn siðastliðinn endaði Jakob í fjórða sæti í tölti í MD á afkastahryssunni Árborgu frá Miðey. Margir góðir hestar þar á ferð, sterkir hestar í A-úrslítin eins og Tónn frá Melkoti og Diva frá Álfhólum. Jakob er núna annar í einstaklingskeppnini og stefnir á að mæta með fyrriverandi Íslandsmeistarann, Al frá Lundum II, í slaktaumatöltinu og Funa frá Hofi í skeiðið í gengnum höllinna sem eru næstu greinar. 
 
Árborg MD tölt
Árborg MD tölt
   
KB mótaröðinni var í gær og lika var keppt í tölti þar. Vinnukonan okkar, Madou, fór með Kröggur frá Kröggólfsstöðum, en það er hanns fyrsta keppni. Góð æfing fyrir þá og flottir púnktar í hestinum. Torunn keppti á Ófelíu frá Hóltsmúla og var fimmta inn í úrslit með einkunninna 6.40, en endaði fjórða eftir úrslitin með 6,75. Jakob var leiður að tapa fyrir konunum en hann var annar eftir Kolbrúnu Grétarsdóttur eftir forkeppninni með 6,70 á Eldjárnsonurinn Eldur frá Köldukinn. Það var lagt allt undir og hann vann úrslitin með einkunninna 7,75. Eigum því miður ekki myndir af Jakob og Eld.
Torunn og Ófelía frá Holtsmúla
Madou og Kröggur frá Kröggólfsstöðum
 

21.02.12: Hross til sölu!

Vorum að setja inn nýjan gelding á sölusiðunna! Hafðu samband ef þú ert að leita þér að nýju hrossi og við getum aðstoðað þig að finna það.

12.02.12. Þriðji í Meistaradeildinni

Jakob endaði þriðji í bæði fjórgangnum á Asa og gæðingafiminni á Árborgu. Hann er einnig þriðji í einstaklingskeppninni. Vonandi gengur bara vel áfram og hann stígur enn hærra upp á pallinn í næstu greinum :)

Asi frá Lundum II
Árborg frá Miðey
 
Nýja hesthúsið okkar er að klárast og við erum farinn að setja inn hesta :)

22.01.12: Allt að gerast í sveitinni!

Gleðilegt ár kæru vinir, fjölskylda og viðskiptavinir! 2012 er strax farið að liða hratt, enda nóg að gera hérna í sveitinni með fullt hús af hrossum í þjálfun og verið að breyta vélaskemmunni í hesthús sem vonandi klárast í vikunni. Önnur framkvæmd á bænum verður svo að gera íbúð fyrir vinnufólkið.

Til að fá smá innblástur í vinnuna fórum við á námskeiði hjá Julio Borba, en það var haldið í glæsiaðstöðunni hjá Olil og Berg á Syðri-Gegnishólum. Fróðlegt! 

Svo er Meistaradeildinna að nálgast og Jakob ætlar að mæta með Asa frá Lundum í fjórganginn á fimmtudaginn! Asi endaði sjötti á Íslandsmótinu í sömu grein í fyrra sumar.

Snjórinn og veðrið undanfarið hefur gefið manni mikið af aukaverkefnum... En til að draga sig upp af þessum veðurleiðindi, set ég inn ein mynd tekin af stóðinu hérna á fallegum vetrardegi, rétt skriðið inn í nýja árið. 

Vetur í Steinsholti

24.12.11. Jólakveðjur úr Steinsholti :)

Gleðileg hátið!
Gleðileg jól

28.11.11. Auðsbörnin lofa góðu

Veturinn er kominn og mikið er gaman að riða út í fyrsta snjónum! Við erum með tvö hross á húsi núna undan Auð frá Lundum II, bæði bullandi hestefni. Annar þeirra er geldingur í eigu Jakobs, og heitir Njörður frá Steinsholti. Hann var gerður reiðfær í fyrra haust og tekinn svo inn aftur þetta haust til framhaldsþjálfunar og gangsetningar. Stór og fallegur hestur með mikill fótaburður. Hann er samtals þriggja mánaða taminn.
 
Njörður frá Steinsholti
Njörður frá Steinsholti
 
Svo erum við með Auðsdóttir í frumtamningu sem sýnir mjög flottar hreyfingar og skemmtilegt ganglag. Hun er tveggja mánaða tamin og á Þórður Bragasson þetta glæsitryppi.
 
Blökk frá Hofakri
Blökk frá Hofakri
 
Kikja svo við sölusiðunna hjá okkur, ný tryppi til sölu!

06.11.11. Spennandi hestur

Straumur frá Skrúð
Hér má sjá Straumur frá Skrúð, graðhestur á fjorða vetur í eigu Jakobs. Straumur er undan Glotta frá Sveinatungu og Söndru frá Skrúð og er sem sagt sammæðra Stikill frá Skrúð.
 
Það er búið að temja Straum í 6 vikur og hann fer mjög vel af stað. Hann fær siðan frí fram yfir áramót og verður spennandi að sjá hvernig hann þróast í vetur.
Madou og Selja

25.10.11. Gott haust

Núna eru tamningar á fullu hérna í Steinsholti og mikið af efnilegum gripum sem eru komnir vel af stað.
 
En við erum lika með meira tamið, meðal annars flott hryssa undan Dyn frá Hvammi sem að Jakob á. Þessa hryssu er ákveðið að selja, þannig að kiktu endilega á sölusiðunni og skoðaðu myndband og umsagnir.
 
Hér eru nokkrar myndir af vinnufólkinu, Madou og Guðmundur, í fyrstu reiðtúrunum.
Guðmundur og Garpur frá Steinsholti Madou og Betrun frá Steinsholti

Munið þið svo eftir þessari? (fyrir neðan) Hún er undan Gusti frá Hóli og fótbrotnaði sem folald, en dýralæknir Susi okkar setti hana í gipsi og í dag er hún orðin reiðfær og heitir auðvitað eftir lækninum, Susi. :-)
Susi og Kosning
Guðmundur og Susi
 

27.09.11. Uppfærð siða :)

Þá er loksins komið að því að uppfæra heimasiðan! OG við munum reyna að halda því áfram. Eins og margir vita var Torunn í Noregi að reka tamningastöð siðastliðinn vetur. Nauðsynleg og góð reynsla, en er komin heim til Íslands aftur og mun taka hross í þjálfun í Steinsholti í vetur.

Um helginna var svo farið norður á Laufskálaréttir. Við fórum norður med Berglindi og Daníel Ingi og mikið var gaman hjá okkur! Við fengum að gista á Hofsstaðaseli þar sem var tekið mjög vel á móti okkur eins og vanalega :) Hlakkar straks til næsta skipti!
Laufskálaréttir 2011

28.01.11. Meistaradeild

ÓfelíaFyrsta keppnin fór fram í gærkvöldi. Og var keppt í fjórgang það var mikið af flottum hestum og margir áhorfendur. Siggi Sig sigraði á Loka frá Selfossi Hulda Gústafs varð önnur Sigurbjörn og Hinni jafnir í þriðja og fjórða Bergur fimmti.
Jakob fór með hana Ófelíu frá Holtsmúla sem er Orradóttir á 6 vetri í eigu Hermans Ólafssonar. Þau komust í B-úrslit með 6,73 og enduðu 10. með 6,77 ágætur árangur hjá ungri hryssu í sinni fyrstu kepni.

19.12.10:  Hrossaræktin.

 
Var að spá í að fara að koma inn upplýsingum og myndum af ræktunnarhryssunum og tryppunum.
Sjá ræktun!

Teymingar27.10.10: Frumtamningar:

Núna eru frumtamningar á fullu. Gaman er að spá í trippin og velta fyrir sér hvað verður úr þeim. Eflaust leynast einhverjar stjörnur í hópnum.
 

03.10.10: Ný hross til sölu!Stikill frá Skrúð

Ef þú ert að leita þér að nýju hrossi, getur þú kikt inn á sölusiðunna hjá okkur! Ef þú finnur ekkert sem hentar þér þar, getur þú samt haft samband og við getum hjálpað þér að finna rétta hestinn fyrir þig. Skoðaðu sölusiðunna hér..

14.09.10: Jakob íslandsmeistari í T2 og fékk silfur í T1!

Jakob og Alur frá Lundum II urðu íslandsmeistarar í T2 og sigraði með yfirburðum! Hann endaði með einkunninna 8,83 í úrslitum, öruggur og fasmikill.
 
Alur á hægu tölti
Alur á frjálsri ferð
 
Alur á slökum taum
 
 
Jakob keppti á Árborgu frá Miðey í tölti og náðu þar frábærum árangri og enduðu í 2-3. sæti með 8,42, bara einni kommu eftir sigurvegaranum Viðari og Tuma.
 
Árborg frá Miðey
Árborg frá Miðey
 
Árborg frá Miðey
 

14.09.10: Seinni kynbótasýning á Mið-Fossum.

Hafdís frá HólumJakob sýndi 16 hross á Mið-Fossum. Það gekk nokkuð vel, sérstaklega með glæsihryssuna Hafdísi frá Hólum sem fór í 8,65 fyrir hæfileika. Hér koma myndir og niðurstöður.
 
 
 
Hafdís frá Hólum
   
IS2005287262 Hafdís frá Hólum
Litur: 1510 Rauður/milli- skjótt
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,0 - 7,5 - 7,5 = 7,70
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 = 8,65
Aðaleinkunn: 8,27      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 7,0
  
Atlas frá LýsuhóliIS2005137600 Atlas frá Lýsuhóli
Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt
Sköpulag: 7,0 - 7,5 - 7,5 - 7,5 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 6,5 = 7,69
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 = 7,89
Aðaleinkunn: 7,81    Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0  
 
 
Skvisa frá Skáney
  
IS2003235810 Skvísa frá Skáney
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,30
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 7,92
Aðaleinkunn: 8,07      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
 Prinsessa frá Enni
 
 
IS2004258451 Prinsessa frá Enni
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 = 7,89
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 7,5 = 7,93
Aðaleinkunn: 7,92      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5
 
 
 
Íris frá Efra-Langholti
  
IS2004288225 Íris frá Efra-Langholti
Litur: 3400 Jarpur/rauð- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 = 8,00
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 7,85
Aðaleinkunn: 7,91      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
 
Séð frá HásætiIS2004201176 Séð frá Hásæti
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 7,5 - 7,0 - 8,0 = 7,79
Hæfileikar: 8,0 - 7,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 7,98
Aðaleinkunn: 7,91      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
 
 
Reynd frá Holtsmúla

 

IS2005286696 Reynd frá Holtsmúla 1
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 7,5 = 8,24
Hæfileikar: 9,0 - 8,0 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 7,95
Aðaleinkunn: 8,06      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0

Flóra frá Holtsmúla

 
IS2005286694 Flóra frá Holtsmúla 1
Litur: 3700 Jarpur/dökk- einlitt
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,0 - 9,0 - 7,5 - 7,0 - 8,5 - 8,0 = 8,08
Hæfileikar: 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 = 7,98
Aðaleinkunn: 8,02      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

Freyja frá Efri-Rauðalæk

 

IS2005265398 Freyja frá Efri-Rauðalæk
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,0 - 7,0 - 8,5 - 7,0 = 8,11
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 7,92
Aðaleinkunn: 7,99      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

 

 

 

Hátið frá Vöðlum


IS2005286731 Hátíð frá Vöðlum
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 7,89
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 = 8,04
Aðaleinkunn: 7,98      Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 8,0

Myrra frá Leirulæk

 

IS2005236752 Myrra frá Leirulæk
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Sköpulag: 9,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 8,28
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 7,71
Aðaleinkunn: 7,94      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0

Von frá Holtsmúla

 

IS2005286692 Von frá Holtsmúla 1
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 8,19
Hæfileikar: 8,5 - 7,5 - 5,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 7,76
Aðaleinkunn: 7,93      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

 

Heiðadís frá Blönduósi

 

IS2005256454 Heiðadís frá Blönduósi
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 = 8,00
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 6,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 7,79
Aðaleinkunn: 7,88      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5

Gáta frá Hlíð

 

IS2005287128 Gáta frá Hlíð
Litur: 6410 Bleikur/fífil- skjótt
Sköpulag: 6,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 6,5 - 7,5 - 6,0 = 7,61
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 6,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 7,72
Aðaleinkunn: 7,67      Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 8,0

Sýn frá Ketilsstöðum

 

IS2006276175 Sýn frá Ketilsstöðum
Litur: 6415 Bleikur/fífil- skjótt ægishjálmur
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 - 7,0 = 7,90
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 = 7,96
Aðaleinkunn: 7,94      Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 7,5

Hátign frá Kertilsstöðum

 

 

IS2006276181 Hátign frá Ketilsstöðum
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 6,5 = 8,03
Hæfileikar: 8,0 - 7,5 - 6,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 7,57
Aðaleinkunn: 7,76      Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 7,5

08.08.10: Fákaflug og kynbótasýningar :)

Vörður frá ÁrbæForum norður í Skagafjörð á kynbótasýning og Fákaflug um siðustu helgi og við tókum 4 graðhesta, 3 hryssur og 3 geldinga með okkur, sum að fara í keppni og önnur í kynbótadóm.
 
Kynbótadómanir gengu að mestu vel, Jakob sýndi Vörð frá Árbæ og hann fór í mjög góðar tölur! 8,28 fyrir byggingu, 8, 60 fyrir hæfileika sem gerir 8,48 samtals. Vörður er orðinn sterkur og mikið taminn hestur og keppti líka í A-flokknum. Hann komst í A-úrslít og rosanlega voru það flott úrslít með frábærum hestum. Vörður og Jakob enduðu í þriðja sæti með 8,65 :)
 
Svo var Alur frá Lundum II, Kolfinnssonurinn undan Auðnu, tekinn til kostanna í kýnbótadómni og fékk 8,35 fyrir byggingu og 8,19 fyrir hæfileika sem gerir 8,25 samtals. Glæsihestur og hann hefði alveg átt hærri tölur skilið...
 
Alur frá Lundum II
Alur frá Lundum II
 
Keflavík frá FetiJakob sýndi Keflavík frá Feti í góðan dóm fyrir norðan. 9 fyrir háls, herðar og bógar, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,11.
 
 
Fura frá Holtsmúla 1
 
Önnur hryssa sem fór norður í kynbótadómi er Fura frá Holtsmúla I, en hún fór í 7,97 samtals og ákveðið var að sýna hana aftur og reyna að koma henni í fyrstu verðlaun. Það tókst á Mið-Fossum í vikunni.
 
Stikill frá SkrúðStikill okkar varð líka sýndur fyrir norðan og fékk 8,21 í aðaleinkunn. Það var svo ákveðið að sýna hann aftur núna í vikunni á Mið-Fossum, en hann hækkaði þar um eina kommu, 8,22. Hann verður svo í girðingu að sinna hryssum hér í Steinsholti.
 
Hlynur frá Litlu-Tungu 2
  
Torunn sýndi einn stóðhest í Skagafirði, Hlynur frá Litlu-Tungu 2. Hann er 5 vetra klárhestur undan Álfasteinni og fór i 7,95 í aðaleinkunn. Ekki var hægt að hætta með það og Torunn sýndir hann aftur á Mið-Fossum. Hann hlaut þá 8,08 fyrir byggingu, 8,12 fyrir kostir og 8,10 í aðaleinkunn. 9 fyrir fótagerð, tölt og vilji og geðslag.
 
Funi frá HofiEndum á tveimum sigrum hjá Jakobi á Fákaflugi. Jakob og Funi sigruðu 150m skeiðið á timunum 13,15 sek og 13,65 sek! Því miður var timinn tekinn með handklukku og var þess vegna ekki löglegur, en samt frábær tími og Jakob brosti út að eyrum :D
 
Ekki minni sigur var það þegar að hann vann töltið á Árborgu frá Miðey með einkunninna 7,78. Stórkosleg hryssa hér á ferð!
 Árborg frá Miðey
 
 
 
Árborg frá Miðey

26.07.10: Heyskapur og hestaferd!

Sólin hefur svo sannarlega verið mikið til staðar í sumar, heyskapurinn var kláraður fyrir rúmlega viku siðan og 310 rúllur eru komnar á rúllustæðið. 
Um leið og heyskapurinn var búin, var lagt af stað í hestaferð í bliðunni. Við fórum frá Steinsholti að Stóra-Kroppi(Reykholtsdal) og tilbaka á fimm dögum og enduðum með grillveislu í Steinsholtinu. Myndirnar eru teknar á kaflanum undir Hafnarfjalli.
 
Hestaferð
hestaferð
 
Hestur undan Birnu og Stikill
 
Hér er mynd af siðasta folaldinu sem fæddist hjá okkur í sumar, undan Birnu frá Ketilsstöðum og Stikill frá Skrúð. Birna er núna fylfull með Abel frá Eskiholti, efnilegur Klettssonur.
 
 
Aðrir stóðhestar sem við höfum notað í sumar eru: Auður frá Lundum II, Asi frá Lundum II og Eldjárn frá Tjaldhólum.

01.07.10: Kynbótasýning í  Viðidal.

Jakob sýndi 9 hross, á einni var hætt við sýningu og fékk hún ekki hæfileikadóm, en það náðist geggjuð mynd af henni :)
 
IS2003238736 Maístjarna frá Lambanesi
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 - 7,5 = 7,79
 
Maistjarna frá Lambanesi

Hér koma fleiri niðurstöður, sumir með myndir líka.
 
IS2005135848 Stikill frá Skrúð
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 10,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 9,5 - 8,0 = 8,38
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 8,10
Aðaleinkunn: 8,21
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5

IS2005136413 Geisli frá Lundum II
Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 9,5 - 8,5 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 7,0 = 8,22
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,0 = 8,01
Aðaleinkunn: 8,10
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

Þytur frá SkáneyIS2005135813 Þytur frá Skáney
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 9,0 - 9,0 - 7,5 - 8,0 - 9,0 - 9,0 = 8,34
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 6,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 7,88
Aðaleinkunn: 8,06
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5

Glitnir frá Eikarbrekku

 
IS2006101027 Glitnir frá Eikarbrekku
Sköpulag: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 7,0 - 8,5 - 7,0 = 8,19
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 6,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 9,0 = 8,00
Aðaleinkunn: 8,08
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,5

Börkur frá ÚlfsstöðumIS2006176201 Börkur frá Úlfsstöðum
Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 = 8,02
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 5,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 6,5 = 7,48
Aðaleinkunn: 7,69
Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 8,0

Sleipnir frá Runnum

 
IS2006135908 Sleipnir frá Runnum
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,0 - 7,5 - 7,5 = 7,83
Hæfileikar: 7,5 - 7,0 - 7,0 - 7,5 - 7,5 - 7,5 - 8,5 = 7,42
Aðaleinkunn: 7,59
Hægt tölt: 7,0      Hægt stökk: 7,5

Sýn frá EyriIS2003235160 Sýn frá Eyri
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 = 8,22
Hæfileikar: 8,5 - 7,5 - 5,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 7,57
Aðaleinkunn: 7,83
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

Eyrún frá Litlalandi




IS2006287141 Eyrún frá Litlalandi
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,0 = 8,18
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,0 = 7,63
Aðaleinkunn: 7,85
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5

22.06.10: Hægt batnandi ástand

Á meðan hrossinn hérna voru sem mest veik, pantaði Torunn flugmiða út til Noregs til að kenna og heimsækja fjölskylduna. Er komin heim núna og getur séð smá bata hjá hrossunum í Steinsholti.
 
Svo sáum við glaðning á fréttasiðunni Eiðfaxa að við vorum með vefsiða vikunnar! Gaman af þessu :) Slóðin okkar er www.steinsholtshestar.com ( auðveldara heldur en sá sem var auglýst á Eiðfaxa www.bricsite.com/steinsholt )
 
Annars hefur litið verið að gerast, en siðasta folaldið ársins er fædd og það varð hestur undan Stikill frá Skrúð og Birnu frá Ketilsstöðum. Myndir koma seinna.
 
Jakob sýndi 3 hross á sýningin á Mið-Fossum, en hér eru myndir af besta hæfileikadómin þar. Hryssan heitir Dama frá Neðra-Skarði, 6 vetra Gustdóttir. Klárhryssa með 7,90 fyrir hæfileika, 9,0 fegurð í reið.
 
Jakob og DamaJakob og Dama
 
 

31.05.10: Sólskin og kvefpest.

Þrátt fyrir æðislegt veður er litið hægt að ríða út þessa daga, en samt eru fréttir úr Steinsholtinu. Hér eru til dæmis fædd fleiri folöld, nokkur hross fóru í dóm í Viðidal og á Sörlasstöðum, og það eru rannsóknir á kvefpestin og lyfjatilraunir í gangi hérna. Vonandi fáum við eitthvað jákvætt út úr því! Sjáum ekki fram á að við getum farið að þjálfa hrossin alveg strax.
 
Byrjum á kynbótasýningin í Viðidal. Tveir graðhestar voru sýndar, 6 vetra Gustssonurinn Þremill frá Vöðlum og 5 vetra Tigullssonurinn Váli frá Súlunesi. Báðir 1. verðlauna hestar, en Váli hækkaði talsvert frá í fyrra. Hann hlaut 8,44 fyrir byggingu og 8,19 fyrir hæfileika, 8,29 út. Myndir af Vála hér fyrir neðan (9,0 stökk, 8,5 tölt).
 
Jakob og Váli
Jakob og Váli
 
 
Förum beint í næsta sýning í Hafnarfirði, en þar sýndi Jakob 3 hryssur. Fimm vetra Orradóttirin Orka frá Einhamri 2 fékk þar frábæran dóm, 8,20 fyrir sköpulag og 8,50 í hæfileikum! Má líka nefna að hún fékk samtals 8 níur, 7 þeirra í hæfileikadómnum. Orka var fyrsta hrossið sem veiktist hérna, en fór mjög létt i gegnum það. Hér eru myndir af henni :)
 
Jakob og Orka
Jakob og Orka
 
Syndar í Hafnarfirði voru líka Snjóka frá Oddsstöðum, 6 vetra grá Gustdóttir og Eskja frá Bræðratungu, 5 vetra jörpvindótt Dalvarsdóttir. Báðar komu til okkar stuttu fyrir syninguna og er ekki farnar að veikjast. Báðar efnilegar alhliða hryssur, Snjóka með a.eink. 7,87 og Eskja með a.eink. 7,95. Sjá myndir fyrir neðan.
 
Jakob og Snjóka
Jakob og Eskja
 
Hugur frá SteinsholtiFyrsta folaldið okkar, rauður stjörnóttur Asasonur fædd 1. mai, hefur fengið nafnið Hugur frá Steinsholti (myndin tíl hægri).
 
21 mai kom annar hestur, Ívar frá Steinsholti (myndin fyrir neðan til vinstri), en hann er undan Írisi frá Vestri-Leirárgörðum og Kappa frá Kommu.
 
Svo í gær, 30. mai, kastaði nýja ræktunarvonin Þoka frá Spágilsstöðum, dökkrauðri hryssu (myndin fyrir neðan til hægri) undan Asa frá Lundum II.  
 
Ívar frá Steinsholti
Þoka með litla Asadóttirin
 
 

15.05.10: Stikill frá Skrúð!

Jakob og Stikill frá SkrúðStikill verður í húsnotkun hér í Steinsholti fram að Landsmóti. Eins og margir vita, hlaut han 10 fyrir bak og lend í fyrra vor, bara 4 vetra gamall! Öflugur mótor á þessum hesti. Hann fékk bæði frábær byggingadóm (8,23) og góðan hæfileikadóm(8,15) svona ungur. Hann hefur verið á mjög góðu róli í vetur, en kvefpestin hefur sett smá strík í reikningin upp á sýningu hingað til.
 
Stikill er mjög geðgóður alhliða gæðingur undan Sólon frá Skáney og Söndru frá Skrúð, bæði hátt dæmd fyrstu verðlauna alhliða hross.
Upplýsingar í síma: Jakob - 8987691 / Torunn - 8944072

10.05.10: Jákvætt og neikvætt!

Skulum byrja á því jákvæða: Fyrsta folaldið hjá okkur fæddist 1. mai. Það varð hestur undan Hróðsdótirinni Hugmynd frá Steinsholti (til sölu) og Asa frá Lundum II. Rauðstjörnóttur, fallegur og mjög spakur!
 
Hugmynd og folaldið
Hugmynd og folaldið
 
Nafnið er enþá óákveðið, einhverjir hugmyndir?
 
Fyrir helginna var kynbótasýning á Blönduósi og Jakob brunaði norður með þrjár hryssur. Ein Gustdóttir (gráa hryssan hér fyrir neðan) for í þokkalega 7,75, en hinir tvær fóru í fyrstu verðlaun! Hér eru nokkrar myndir af hrossin í braut.
 
Auðna frá Kommu, a.e: 7,75.Gæfa frá Holtsmúla,a.e:8,06
 
Þrenna frá Húsavík,a.e:8,07
Suðradóttirin Gæfa (brúna hryssan hér fyrir ofan), hlaut í aðaleinkunn 8,06. Góð alhliða hryssa sem hefur verið á sölusiðunni hjá okkur.
Þrenna (til vinstri) hlaut 9,0 fyrir tölt, flott klárhryssa undan Þrist frá Feti. Hlaut í aðaleinkunn 8,07.
 
Neikvæða: Hóstapestinn er í fullu gangi í Steinsholti, mikið af hrossunum eru komin með hóstann, en einhverjir virðist vera frískir enþá.
 
Jakob og Funi
Svo í lok set ég inn mynd af skeiðhestinum sem stóð sig vel í MDVÍS á skeiðmótinu í Hafnarfirði. Funi og Jakob fengu stig í bæði 150 metranna og gæðingaskeiðið. Jakob er þá fjórði í einstaklingskeppninni. Bara eitt mót er eftir... hvenær sem það verður!
 
Allar myndirnar getur þú stækkað í myndaalbúmið okkar hér...
 
 

09.04.10: Nýjar myndir og sölumyndband!

Jakob og Alur
Jakob og Alur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér fyrir ofan eru myndir frá ístöltinu "allra sterkustu" um siðustu helgi. Jakob komst í B-úrslít á honum Al frá Lundum II. Kikið lika á myndir hér...
 
Svo hér fyrir neðan má sjá nýtt sölumyndband af hryssunni Sóley frá Steinsholti. Sóley er þæg og góð reiðhryssa, en einnig efni í kynbótahross. Þú getur lesið meira um hana hér...

28.03.10: Myndir frá Stjörnutölti

Fórum norður á Akureyri um siðustu helgi og Jakob tók þátt í Stjörnutölti. Hann lenti í öðru sæti á Árborgu frá Miðey í töltinu, en vann stóðhestakeppnina á Al frá Lundum II. Asi frá Lundum II var lika með norður og var kynntur á ísnum, en hann á að vera í Eyjafirðinum í sumar. Hér koma nokkrar myndir:
 
Jakob og Árborg
Jakob og Árborg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jakob og Alur
Jakob og Alur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jakob og Asi
Jakob og Asi
 
 
 
 
 
 

14.03.10:  Vor í loftinu :)

Það er vor í loftinu í Steinsholti þessa daga, hlýtt veður og hrossin alltaf að batna. Þrátt fyrir smá rigningu er þetta nú gaman! Það er alltaf mikið að gera og siðustu helgi var, þrátt fyrir brálað veður, haldið Ís-landsmót á Svínavatni, og Jakob fór og náði tveim sigrum! Hann vann A-flokkin á Verði frá Árbæ og töltið á Árborgu frá Miðey.
 
Meistaradeildinna var haldinn á fimmtudaginn og hestarnir voru tekið til kostanna í gæðingafimi að þessu sinni. Jakob mætti með Blæ frá Hesti og var með kraftmikila sýningu bæði í forkeppninni og úrslitum, og náði 3.sæti. Jakob er þá líka í þriðja sæti í einstaklingskeppninni með 22 stig, bara 2 stigum eftir Viðar Ingólfsson sem er efstur eins og er. Næst er fimmgangur og þá mætir Jakob með Vörð.
 
Jakob og Blær
Jakob og Blær
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jakob og Blær
Lokaðan sniðgang yfir skálinu
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í gærkvöldið mætti Torunn svo með Al á Svellkaldar Konur og komst akkurat í B-úrslit. Þegar úrslítin foru fram, var engu að tapa og Torunn vann sig upp í 7.sæti. Jakob var með sem hestasveinn að þessu sinni. :) 
 
Torunn og Alur
Torunn og Alur

03.03.10: Keppni, keppni og aftur keppni!

Torunn og ÞrennaJæja, ég lofaði siðast að segja eitthvað um fjórganginn í Borgarnesi ef það gekk vel! Við fórum 3 frá Steinsholti, Torunn, Jakob og Guðmundur (verknámsneminn okkar) en Torunn malaði yfir strákanna og var eina sem komst í úrslit :)
 
Á myndinni: Torunn og Þrenna frá Húsavík
 
Svo var það meistaradeildinna hjá VÍS.. fyrst var henni frestað vegna veðurs og átti svo að vera á laugardeginum. Við mættum á Ingólfshvol á laugardag bara til að frétta að deildinna var frestað aftur vegna veðurs... Allt þegar þrennt er, og mótið var svo loksins haldið á sunnudeginum. Æðislegt mót með ótrúlega sterkum hestum! Jakob mætti með Al frá Lundum og lenti í öðru sæti eftir forkeppnina, eini sem var betri var Viðar og Tumi. Svo skaust Þórdis upp úr B-úrsíltin og klifraði upp í annað sæti og Jakob endaði í 3. sæti sem er góður árangur hjá 5 vetra hesti í sinni fyrstu slaktaumatöltkeppni.
 
Jakob og Alur
Jakob og Alur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ætli maður skelli sér ekki norður á Svínavatn næstu helgi... ef veðrið verður nógu gott!!

12.02.10: Keppnisárið að byrja

GoggurFjórgangurinn í Meistaradeild VÍS var haldinn í gær. Jakob og Goggur lentu í þessu skemmtilega 11 sæti og komust akkurat ekki í úrslit. Þeir fengu einkunnina 6.80 sem var ágætt í fyrstu keppni hjá Gogg.
 
Svo erum við búin að skrá okkur í liðakeppni í Borgarnesi sem byrjar á morgun með fjórgang, það kemur kannski frétt um það ef vel gengur ;)
 
Hér eu svo tvær myndir af Álfasteinssyninum Glitni frá Eikarbrekku, 4 vetra stóðhesti í tamningu hérna. Þú getur séð allar myndirnar stærri hér...
 
Glitnir
 
Glitnir
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

10.02.10: Vetrarbliða!

Það er ofurgott útreiðaveður þessa dagana og hrossin eru skemmtileg, vonandi endist bliðan fram á sumar...
 
Blær frá AkranesiEins og flestir vita, þá er meistaradeild VÍS í hestaíþróttum farin af stað og var byrjað á smalanum. Jakob mætti með teymingahestinn gamla Blæ frá Akranesi og lenti í fimmta sæti. Þetta er þriðja skiptið sem Blær mætir í smalann, en fyrsta skipti sem hann hefur komist í úrstlit :)
 
En á morgun er fjórganginn og þá mætir Jakob með Gogg frá Skáney, gelding undan Sólon frá Skáney. Goggur hefur ekki mætt í keppni áður og það verður spennandi að sjá hvað hann skorar.

01.01.10: Nýtt ár að hefjast!

Árið 2010 er að hefjast með tilhlökkun að þjálfa spennandi hestefni hér í Steinsholti, með Landsmótið framundan verður sannarlega nóg að gera og bara gaman af því!
Gæfa
 
Erum að auglýsa nýja hryssu til sölu, Suðradóttirina Gæfu frá Holtsmúla. Nánari upplýsingar finnur þú á sölusiðunni...
 
Þökkum árið sem var að liða og sjáumst hress í framtiðinni :)

24.12.09: Gleðileg jól!

Við óskum öllum gleðilegrar hátiðar :)    God jul alle sammen :)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndin er tekin af kettlingunum hennar Rósu

18.12.09: Gígur frá Hítarnesi fallin

GígurÞriðjudaginn var sorglegur dagur þegar það þurfti að aflifa Gíg.
 
Gígur var frábær töltari á uppleið og það voru miklar eftirvæntingar og tilhlökkun tíl framtiðarinnar. Gígur átti líka mikinn personleika og var einstaklega næmur og skemmtilegur hestur að þjálfa. Hann átti einstakan keppnisferill aðeins fimm vetra gamall. Jakob keppti á honum 5 sinnum í vor/sumar, og fór 4 sinnum yfir 7 í forkeppni. Hann fékk 7,27 fyrir frábæra sýningu í forkeppni á Hvammstanga og enn betri með 8.11 í úrslitum.
 
Það var yndislegt að fá að kynnast svona hesti, hans verður sárt saknað.
 
Gígur frá Hítarnesi

22.11.09: Sölur og tamningar!

Þóra og ÁstaÞóroddsdóttirinn Þóra frá Steinsholti er seld og er núna á leiðinni til Danmerkur. Hún fer á sama stað og Hæringur og við vitum að hún mun hafa það gott þar :) Það er stefnt á að sýna hana aftur í vor. Til lukku með merina Annette og Henning!
 
Við erum enn með fleiri merar á sölusiðunni ef þú ert að leita þér ræktunarmeri eða keppnishrossi.
 
Annars er frumtamningakaflanum að ljúka hjá okkur. Tamningarnar hafa gengið vel og margt spennandi hrossa í hópnum, sum koma svo aftur til okkar eftir smá pásu. Þegar ungu tryppin eru að fara heim, koma önnur meira tamin hross i staðinn, nefna má að yfirhöfðinginn frá Lundum II, hann Auður er kominn í húsið :)

01.11.09: Nýr hringvöllur og skeiðbraut í Steinsholti!

Í haust var gerður hringvöllur (250 m) og skeiðbraut (230 m) hér í Steinsholti. Hérna koma myndir af þessari frábæru aðstöðu! Fyrst útsýni frá hesthúsinu...
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
...og svo skeiðbrautin með húsin í Steinsholti í baksýn :)

27.10.09: Ný hryssa til sölu!

Fyrstu verðlauna hryssan Brimkló frá Stóra-Ási er til sölu. Lesa meira...

21.09.09: Fórum í gott frí eftir siðsumarsýningar

Það er löngu komin timi til að uppfæra siðuna! Við fórum beint í frí eftir siðsumarsýningar og fórum í ferðalag til Noregs. Jakob er kominn heim á klakann, en Torunn verður áfram í Noregi að kenna fram í lok oktober.
 
Eylíf frá HalakotiÍ seinni viku siðsumarsýningar á Hellu mættum við aftur með 8 hryssur. Efsta fór í 8.30 fyrir hæfileika, Þóroddsdóttur Eylíf frá Halakoti (á myndinni) undan skeiðhryssunni Líf frá Halakoti. Eylíf er 5 vetra ahliða hryssa sem hlaut meðal annars 9 fyrir vilji, 8,5 tölt og brokk. Önnur sem fór í fyrstu verðlaun var Brimkló frá Stóra-Ási, Langfetadóttir frá Hofsstöðum. Hún hlaut meðal annars 8,5 fyrir tölt, stökk, vilja, fegurð í reið og hægt tölt.
 
Þegar Jakob kom heim frá Noregi stóð hringvöllurinn tilbúinn. Enn er eftir að valta meira og girða í kringum hann. Þökkum kærlega Birni Viðari Ellertssyni og félögum fyrir frábæra vinnu!
 

21.09.09: Hæringur seldur til Danmerkur!

Hæringur frá Litla-KambiHæringur frá Litla-Kambi er seldur. Hann er að fara út með næstu vél, 3 okt. Gustssonurinn hefur meðal annars fengið 9 fyrir tölt, brokk, stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Við óskum nýja eigandanum góðs gengis með hestinn :)

23.08.09: Siðsumarsýningar og íþróttamót Dreyra :)

Sóldís frá Leiðólfsstöðum
Fyrri vikann í kynbótasýningum á Hellu er búin, og Jakob syndi þar 8 hryssur.
 
Sýningarnar tókust flestar nokkuð vel, en hæstu merarnar voru klárhryssan Sóldís frá Leiðólfsstöðum (b:8.01 og h:8.31 a:8.19) og Ósk frá Mið-fossum (b:7.72 h:8.24 a:8.03).
 
Sóldís er undan Huga frá Hafsteinsstöðum og eins og þið sjáið á myndinni hér er mikill sveifla á henni!
 
ósk frá mið-fossum
 
Sóldís fékk líka 9 fyrir tölt, brokk, vilji og fegurð í reið!
 
Ósk er undan Orra frá Þúfu og Snekkju frá Bakka, 5 vetra ahliða gæðingur Hún fékk 8.5 fyrir skeið, vilji og fegurð í reið. Klárlega 8.5 sprettur hér á myndinni  :) >>
 
 
 
 
Jakob og Vörður
 
Svo var mót á "Skaganum" þessa helgi og Jakob og Vörður sigruðu fimmganginn annað árið í röð! Fengu samtals 7.26 í úrslitum. Vörður er alltaf að verða öruggari á vellinum og verður gaman að fylgjast með honum á næsta ári.

Hringvöllurinn16.08.09: Framkvæmdir á hringvelli að hefjast!

Í þessa dagana er verið að byrja á hringvelli fyrir neðan afleggjarann hér í Steinsholti. Verktakinn er vinur okkar Björn Viðar Ellertsson og hann mætti með gröfuna á fimmtudaginn.

09.08.09: Skemmtilegt íþróttamót á Hvamstanga!

Gigur frá HitanesiHestamannafélagið Þytur hélt íþróttamót þessa helgi og við ákváðum að skella okkur norður.  Við fórum með 4 hross: Jakob með Gig í tölt, Vörð í fimmgang og Fellingu í 100m og gæðingaskeið. Torunn fór með gamla teymingahestinn, Blæ frá Akranesi í 100m. Hann vildi því miður bara skeiða 80 metra... Það fór betur hjá Jakob og Fellingu, lentu þar í 3. sæti með tímann 7.99.
 
Það gekk líka mjög vel í tölt og fimmgang, Jakob sigraði bæði úrslitin!
Gigur var í rosa stuði og fékk upp í 9 bæði fyrir hraðabreytingar og yfirferð! Mikill töltari hér á uppleið. Hann endaði í 8.11 út!
Mótið endaði með A-úrslitum í fimmgangi og Vörður var mjög jafn og góður, endaði í 7.29. Myndin er tekin af Gig á FM´09.

03.08.09: English version!

Finally an english version of our page! You can change languages up in the right corner.

Kosning frá Steinsholti31.07.09: Skoðaðu söluhrossin!

Ný mynd af Kosningu frá Steinsholti er komin inn á sölusiðuna hér...

23.07.09: Íslandsmót og heyskapur!

Vörður frá ÁrbæÍ siðustu viku var haldið Íslandsmót á Akureyri og við fórum auðvitað norður í kuldann!
 
Jakob keppti á Hæringi í tölti og fjórgangi, Verði í fimmgangi og Fellingu í 100m, 150m og gæðingaskeiði. Þau stóðu sig vel. Vörðurinn fór beint í A-úrslit og þar voru líka 8 aðrir! Hann lenti í fimmta sæti með einkunnina 7.40.
Má líka nefna að Fellingu fór á besta tímanum í gæðingaskeiði, 8.20 og lenti í 8. sæti, þrátt fyrir að hafa fengið 0 fyrir niðurhægingu í seinni sprett.
Myndin er tekin af Verði í forkeppni.
 
Svo var farið beint heim í heyskap! Jakob sat á traktornum í tvo langa daga og til urðu 217 rúllur. Torunn vann veðmálið um hvað það yrðu margar rúllur ;) Þökkum Helga Má og Stebba í Skipanesi kærlega fyrir hjálpinna!

06.07.09: Fjórðungsmót 2009 lokið.Jakob og Kaspar frá Kommu

Í gær var siðasti dagur Fjórðungsmótsins og Jakob var í bæði A- og B-flokks úrslitum og lendi í öðru sæti í báðum úrslitunum. Í B-flokknum var hann með Kaspar frá Kommu og hlaut 8,75. Í A-flokknum var Jakob með Blæ frá Hesti, var búinn að vinna B-úrslitin og stóð sig mjög vel í A-úrslitin með 8,58 í einkunn.
 
Jakob og Þytur frá SkáneyKynbótasýningarnar gengu misjafnlega vel, en stjarnan þar var hann Asi frá Lundum II sem hlaut aðaleinkunn 8.41 bara 4 v. gamall. Má lika nefna að það er bara einni kommu frá heimsmetinu :)
 
Jakob sýndi fjóra fjögurra vetra hesta og 3 þeirra lentu í verðlaunasætum: Asi frá Lundum II (efstur), Stikill frá Skrúð (fjórði) og Þytur frá Skáney (fimmti). Fleiri myndir frá mótinu er komnar hér...

21.06.09: Fjórðungsmót framundan!

Torunn og Alur
 
Við vorum að telja saman hrossin hjá okkur sem fara á FM 1. - 5. júli. Það eru 16-17 hross, þar af 5 í keppnisgreinum og restin í kynbótadómi.
 
Jakob og Gigur
 
 
 
 
 
 
 
Siðustu helgi fórum við vestur á Kaldármelum á íþróttamót Snæfellings og tókum þátt í töltinu. Jakob var á Gig frá Hítarnesi og hlaut 7.50 og var efstur í forkeppninni. Torunn var á Al frá Lundum II og hlaut 7.07. Góð stemmning hjá dómurunum :)
 
Svo eru komin fleiri hross til sölu hér...
 

13.06.09: Stikill frá Skrúð tekur á móti hryssum!

Stikill frá Skrúð '09Stikill er 4 vetra hestur undan Sólon frá Skáney og Söndru frá Skrúð, sem eru bæði hátt dæmd fyrstu verðlauna hross. Stikill er mjög geðgóður og efnilegur alhliða hestur.
 
Stikill verður í húsnotkun hér í Steinsholti fram að Fjórðungsmót og síðan í girðingu að Ósi við Akranes.
 
Folatollurinn er á 40 000,- án vsk.
 
Upplýsingar í síma:
Jakob: 8987691    Torunn: 8944072
Helgi Már, (Ósi): 8691436 
 
 
Stikill er með eftirfarandi dóm:

Aðaleinkunn: 8.18
 
Sköpulag: 8.23
 
Höfuð: 8,0
   Myndarlegt  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   Reistur   Mjúkur   Fyllt kverk  

Bak og lend: 10,0
   Breitt bak   Vöðvafyllt bak   Djúp lend   Jöfn lend   Öflug lend   Góð baklína  

Samræmi: 8,0

Fótagerð: 8,5
   Öflugar sinar   Prúðir fætur   Lítil sinaskil  

Réttleiki: 7,0
   Afturfætur: Réttir  
   Framfætur: Útskeifir   Fléttar  

Hófar: 8,5
   Djúpir  

Prúðleiki: 8,0
 
Kostir: 8.15

Tölt: 8,5
   Taktgott   Mjúkt  

Brokk: 7,5

Skeið: 7,0
   Fjórtaktað  

Stökk: 8,5
   Ferðmikið  

Vilji og geðslag: 8,5
   Þjálni  

Fegurð í reið: 8,5
   Góður höfuðb.   Mikill fótaburður  

Fet: 8,5
   Taktgott   Skrefmikið  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

11.06.09: Kaspar brokkar upp á 10!

Kaspar frá Kommu, Landsmót '08
Kaspar frá Kommu (á myndinni) hlaut í gær 10 fyrir brokk í kynbótadómi! Hann dúndraði fram og tilbaka á brautinni með hraðabreytingum og magnaða ferð. Hann endaði með 8.57 fyrir hæfileika. Ekki er það slæmt hjá klárhesti.
 
Það var sýnt mikið af hrossum á Mið-Fossum í víkunni og við vorum með 19 af þeim. Nokkur fóru í fyrstu verðlaun,  meðal annarra tvær merar frá Spágilsstöðum, Þerna og Þoka, undan gæðingamóðurinn Blíku frá Spágilsstöðum. Þoka er í eigu Jakobs og hún mun fara undir Asa frá Lundum II í sumar.
 
Fleiri myndir eru komnir hér...
 
Jakob keppti líka hjá Faxa um siðustu helgi á úrtökunni fyrir Fjorðungsmótið . Hann lenti í öðru sæti á honum Blæ frá Hesti í A-flokknum og í fyrsta sæti á Hæringi frá Litla-Kambi í B-flokknum.

30.05.09: Mikið að gerast þessa dagana

Iþróttamót á Mið-Fossum, Kynbótasýning á Sörlastöðum, fyrsta folald ársins er fætt og búin er úrtakan fyrir Fjórðungsmót hjá Dreyra. Það er margt í gangi hjá okkur þessa daga!
 
Siðustu helgi var Íþróttamót Faxa haldið á Mið-fossum og Jakob keppti á Fellingu frá Hákoti (gæðingaskeiði), Verði frá Árbæ (fimmgang) og Gig frá Hítarnesi (tölti).  
Felling náði 7,33 fyrir fyrri sprettinn, en seinni mistókst. Vörður vann fimganginn með 7,38 í úrslitum. Gigur, 5 vetra Dynssonur, mætti  í fyrsta skipti á keppnisvöllinn og vann töltið með yfirburðum með eink. 7,57 í úrslítum!
 
Prinsessa frá Birkihlið
Þá er kynbótasýningunni á Sörlastöðum lokið. Jakob sýndir 17 hross, 5 fóru í fyrstu verðlaun og 3 önnur komust ansi nálægt (vantaði 1-2 kommur uppá). Öll nema ein hryssa fóru yfir 7,85.
 
Hæst fyrir sköpulag var Prinsessa frá Birkihlið með 8,55 (á myndinni).
Torunn sýndi líka eina klárhryssu sem hlaut 7,88.
 
Imynd og folaldið
 
Í dag var Dreyri með úrtöku fyrir Fjórðungsmót og Jakob var með Kaspar í B-flokknum. Hann var efstur eftir forkeppni og vann líka úrslitin.
 
Að lokum verð ég að setja inn eina mynd af fyrsta folald ársins, sem er undan Ímynd frá Steinsholti og Auð frá Lundum II. Háfætt og falleg meri! Svo eru líka komnar fleiri myndir her...

16.05.09: Fyrstu kynbótasýningunni lokið

Þá er lokið fyrstu kynbótasýningunni hjá okkur. Við mættum með 9 hross í Viðidalinn og 7 þeirra fóru í fyrstu verðlaun! Hæringur frá Litla-Kambi var efstur með 8.30 í aðaleinkunn, en hann hækkaði hæfileikadóminn í 8.38 með 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið.
 
Asi frá Lundum II sló heldur betur í gegn með 8.50 í byggingu og 8.05 fyrir hæfileika, klárhestur bara 4. vetra. Asi er sammæðra Auði og Arði, undan Auðnu frá Lundum II og Bjarma frá Lundum II. Hann er í eigu Stikill frá SkrúðSigbjörns Björnssonar en verður í hólfi hjá Foli ehf. eftir Fjórðungsmótið.
 
Svo eigum við Sólonson frá Skáney, Stikill frá Skrúð (á myndinni), sem hlaut 1. verðlaun bæði fyrir kostir(8.15) og sköpulag(8,23). Hann er með 8.18 í aðaleinkunn bara 4 vetra og fékk 10 fyrir bak og lend! Þetta er mjög efnilegur hestur með frábært geðslag. Ef þú hefur áhuga á að halda undir hann, hafðu samband her...

11.05.09: Sigraði 100 m skeiðið!

Kobbi sigraði 100 m skeiðið á hryssunni Fellingu frá Hákoti á gæðingamótinu í Viðidalnum um helginna. Þetta er flott byrjun hjá merinni á skeiðbrautinni og það verður gaman að sjá hvað hún gerir í framtiðinni. Kaspar var líka góður í B-flokks úrslitinum og lenti þar í öðru sæti.

09.05.09: Gæðingamót í Viðidal

Jakob er þessa dagana að taka þátt í gæðingakeppni Fáks í Reykjavík. Hann keppti á honum Kaspar frá Kommu í B-flokkin og lenti þar í þriðja til fjórða sæti eftir forkeppni. Úrslitin eru á morgun og það verður spennandi að fylgjast með.
 
Kobbi mætti líka til leiks með hann Vörð frá Árbæ, en hesturinn meiddist og skilaði ekki nógu góðri sýning til að komast í úrslit.
 
Í kvöld verður keppt í 100 metra skeiði, þar sem að Kobbi mun mæta með  hana Fellingu frá Hákoti. Þessi meri er á fyrsta keppnisárinu sínu og lofar góðu sem skeiðhross. 
 
 
 
 
 

09.05.09: Skoðaðu söluhrossin!

Gustsonurinn og hátt dæmdi stóðhesturinn Hæringur frá Litla-Kambi er til sölu ásamt einni gullfallegri meri undan Huga frá Hafsteinsstöðum! Skoðaðu betur hér...
Jakob Sigurðsson & Torunn Hjelvik  | steinsholt@live.com